Straumhvörf í veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 08:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Stöð 2 „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur. Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur.
Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09