Flóttamenn tóku forskot á stóra plokkdaginn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 21:37 Stóri plokkdagurinn verður haldinn þann 30. apríl. Vísir Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn. Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira