Ný staða uppi á Reykjanesskaga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:33 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina er mánaðargamalt í dag. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38