Er fatlað fólk í geymslunni þinni? Kjartan Þór Ingason skrifar 15. apríl 2024 12:01 Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun