„Ívar hafði ekki kjarkinn í að gefa Heimi rautt spjald“ Íþróttadeild Vísis skrifar 13. apríl 2024 09:01 Ívar Orri stóð í ströngu í leik Blika og FH og var ófeiminn við að veifa spjöldunum. Nema þegar kom að þjálfara FH. Þá lét hann eitt spjald duga. vísir/anton Dómgæslan var á allra vörum eftir 1. umferð Bestu deildar karla og fannst flestum of langt vera gengið í að spjalda leikmenn. Yfir 50 spjöld fóru á loft. „Þetta er allt of mikið af því góða. Ég skil vel að menn vilji ná tökum á hörku og orðræðu en þetta er allt of mikið. Það enda bara allir í banni,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er fylgjandi því að menn fái gult fyrir að sparka boltanum í burtu og taka hann upp. Það er ekkert meira pirrandi,“ bætti Valur Páll Eiríksson við. Margir hafa gagnrýnt að það sé sérstaklega vont að spjalda menn fyrir að sýna tilfinningar og einhverjir óttast að það muni drepa leikinn. „Hvar liggja mörkin þar? Hvað má mikið og hvað er of langt gengið? Þetta er grá lína. Línan var ekkert endilega sú sama hjá öllum dómurunum og þeir verða að stilla strengina betur,“ segir Valur Páll. „Leikur án tilfinninga er svo leiðinlegur leikur,“ bætir Aron við. Henry Birgir Gunnarsson benti svo á að Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiks Breiðabliks og FH, hefði ekki þorað að fylgja línunni og gefa þjálfara FH, Heimi Guðjónssyni, rautt. „Hann gaf gult á bekkinn og Heimir hneigir sig fyrir honum í einhverri fyrirlitningu. Það er gulasta spjald umferðarinnar og Ívar hafði ekki kjarkinn til að henda honum af velli,“ sagði Henry. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum sem og á Vísi. Klippa: Fréttir vikunnar 12. apríl Besta deild karla Besta sætið Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
„Þetta er allt of mikið af því góða. Ég skil vel að menn vilji ná tökum á hörku og orðræðu en þetta er allt of mikið. Það enda bara allir í banni,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er fylgjandi því að menn fái gult fyrir að sparka boltanum í burtu og taka hann upp. Það er ekkert meira pirrandi,“ bætti Valur Páll Eiríksson við. Margir hafa gagnrýnt að það sé sérstaklega vont að spjalda menn fyrir að sýna tilfinningar og einhverjir óttast að það muni drepa leikinn. „Hvar liggja mörkin þar? Hvað má mikið og hvað er of langt gengið? Þetta er grá lína. Línan var ekkert endilega sú sama hjá öllum dómurunum og þeir verða að stilla strengina betur,“ segir Valur Páll. „Leikur án tilfinninga er svo leiðinlegur leikur,“ bætir Aron við. Henry Birgir Gunnarsson benti svo á að Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiks Breiðabliks og FH, hefði ekki þorað að fylgja línunni og gefa þjálfara FH, Heimi Guðjónssyni, rautt. „Hann gaf gult á bekkinn og Heimir hneigir sig fyrir honum í einhverri fyrirlitningu. Það er gulasta spjald umferðarinnar og Ívar hafði ekki kjarkinn til að henda honum af velli,“ sagði Henry. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum sem og á Vísi. Klippa: Fréttir vikunnar 12. apríl
Besta deild karla Besta sætið Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira