Sara Lind settur orkumálastjóri í kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2024 13:15 Sara Lind hefur verið settur forstjóri Ríkiskaupa síðustu mánuði. Stjr Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur nú sett Söru Lind Guðbergsdóttur tímabundið í embætti orkumálastjóra fram til 2. júní. 2024. Þetta er gert vegna óskar Höllu Hrundar Logadóttur um að taka sér tímabundið leyfi frá embætti vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands. Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Fram kemur að Sara Lind sé lögfræðingur að mennt og með haldbæra reynslu af opinberum rekstri. Hún hafi meðal annars starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ríkiskaupum, en nú síðast hafi hún starfað sem settur forstjóri Ríkiskaupa. „Söru Lind hefur verið falið að fylgja eftir verkefnum sem umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytið setti af stað við greiningu á starfsemi raforkueftirlits og átaksverkefni um meðferð og afgreiðslu umsókna leyfa til nýtingar auðlinda sem þegar liggja fyrir hjá Orkustofnun. Tvö áhersluverkefni hjá settum orkumálastjóra Í desember 2023 ákvað umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að fela Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa að framkvæma endurmat á stöðu Orkustofnunar og byggja í því sambandi á úttekt á starfseminni sem hann gerði í lok árs 2020. Úttektinni var ætlað að leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hver hefur þróunin verið í starfsemi Orkustofnunar síðustu 3 ár? Hvernig hefur þróunin verið í einstökum starfsþáttum? Er stofnunin í stakk búin að sinna öllum lögbundnum verkefnum sínum, auk annarra sem hafa fylgt áherslubreytingum stjórnvalda? Hvaða áhrif getur sameining við Umhverfisstofnunar, að undanskildu náttúruverndarhluta stofnunarinnar, haft á rekstrarforsendur í einstökum málaflokkum? Fyrir liggja drög að úttektarskýrslu á starfsemi Orkustofnunar sem nú er í rýni í ráðuneytinu en tvær af helstu niðurstöðum vinnunnar eru annars vegar að yfirfara þurfi rekstur og rekstrargrundvöll Raforkueftirlits og ganga úr skugga um hvort tekjur nægi fyrir útgjöldum og hins vegar að leysa tímabundinn afgreiðsluhalla leyfisumsókna vegna auðlindanýtingar. Raforkueftirlit Ráðuneytið hefur þegar sett af stað vinnu við að greina starfsemi raforkueftirlits en Orkustofnun hefur ekki unnið skýrslu fyrir ráðuneytið um starfsemi raforkueftirlits vegna áranna 2021-2023 og því liggja ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar um framkvæmd eftirlitsins eða fjárhagslegan rekstur þess. Áhersla er lögð á að flýta þessari greiningu til að hægt sé að byggja á henni við ákvörðun um breytingu á raforkueftirlitsgjaldi í tengslum við vinnu við fjárlagafrumvarp 2025. Afgreiðsluhalli leyfisumsókna vegna auðlindanýtingar Ráðuneytið er nú að undirbúa sérstakt átaksverkefni um meðferð og afgreiðslu umsókna leyfa til nýtingar auðlinda sem þegar liggja fyrir hjá Orkustofnun. Markmið verkefnisins er að vinna kerfisbundið að því að afgreiða allar umsóknir sem teljast vera afgreiðsluhæfar og koma á eðlilegu jafnvægi á afgreiðslu leyfa miðað við fyrirliggjandi umsóknir. Fjöldi umsókna eftir leyfaflokkum og staða þeirra í afgreiðsluferli. Stöðumat sem innifelur m.a. hvar helst er að finna takmarkanir sem hafa áhrif á framgang verkefnisins. Fjöldi umsókna sem teljast hæfar til umfjöllunar og afgreiðslu eftir flokkum. Tímasett markmið um fækkun afgreiðsluhæfra umsókna, með það að markmiði að verkinu verði lokið í árslok 2024. Mat á þeim aðföngum sem nauðsynleg eru til þess að ljúka verkinu í samræmi við markmið. Mat skal innihalda bæði tegund aðfanga og kostnað. Tímasett áætlun um hugsanlegar aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að skapa aðstæður þess að markmið náist. Hugsanleg aðkoma annarra aðila að verkefninu utan Orkustofnunar ef við á. Gert er ráð fyrir að verk hefjist eins fljótt og kostur er og að því verði fylgt eftir með reglulegu stöðuyfirliti frá Orkustofnun þar sem greint er frá framvindu og hvernig brugðist er við atvikum sem kunni að hafa áhrif á endanleg markmið. Átaksverkefnið tengist heildstæðri úttekt og endurmati á ferli við leyfisveitingar og snýst um skilvirkni leyfisveitinga á sviði umhverfis- og orkumála með endurhönnun ferla, endurskoðun regluverks, stafrænum lausnum og breytingum á verklagi. Markmiðið er að einfalda og stytta vinnslutíma og tryggja um leið gæði og gagnsæi þessara ferla. Söru Lind er falið að fylgja eftir ofangreindum tveimur verkefnum,“ segir í tilkynningunni. Stjórnsýsla Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Tengdar fréttir Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. 7. apríl 2024 10:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Fram kemur að Sara Lind sé lögfræðingur að mennt og með haldbæra reynslu af opinberum rekstri. Hún hafi meðal annars starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ríkiskaupum, en nú síðast hafi hún starfað sem settur forstjóri Ríkiskaupa. „Söru Lind hefur verið falið að fylgja eftir verkefnum sem umhverfis-, orku og loftlagsráðuneytið setti af stað við greiningu á starfsemi raforkueftirlits og átaksverkefni um meðferð og afgreiðslu umsókna leyfa til nýtingar auðlinda sem þegar liggja fyrir hjá Orkustofnun. Tvö áhersluverkefni hjá settum orkumálastjóra Í desember 2023 ákvað umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að fela Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa að framkvæma endurmat á stöðu Orkustofnunar og byggja í því sambandi á úttekt á starfseminni sem hann gerði í lok árs 2020. Úttektinni var ætlað að leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hver hefur þróunin verið í starfsemi Orkustofnunar síðustu 3 ár? Hvernig hefur þróunin verið í einstökum starfsþáttum? Er stofnunin í stakk búin að sinna öllum lögbundnum verkefnum sínum, auk annarra sem hafa fylgt áherslubreytingum stjórnvalda? Hvaða áhrif getur sameining við Umhverfisstofnunar, að undanskildu náttúruverndarhluta stofnunarinnar, haft á rekstrarforsendur í einstökum málaflokkum? Fyrir liggja drög að úttektarskýrslu á starfsemi Orkustofnunar sem nú er í rýni í ráðuneytinu en tvær af helstu niðurstöðum vinnunnar eru annars vegar að yfirfara þurfi rekstur og rekstrargrundvöll Raforkueftirlits og ganga úr skugga um hvort tekjur nægi fyrir útgjöldum og hins vegar að leysa tímabundinn afgreiðsluhalla leyfisumsókna vegna auðlindanýtingar. Raforkueftirlit Ráðuneytið hefur þegar sett af stað vinnu við að greina starfsemi raforkueftirlits en Orkustofnun hefur ekki unnið skýrslu fyrir ráðuneytið um starfsemi raforkueftirlits vegna áranna 2021-2023 og því liggja ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar um framkvæmd eftirlitsins eða fjárhagslegan rekstur þess. Áhersla er lögð á að flýta þessari greiningu til að hægt sé að byggja á henni við ákvörðun um breytingu á raforkueftirlitsgjaldi í tengslum við vinnu við fjárlagafrumvarp 2025. Afgreiðsluhalli leyfisumsókna vegna auðlindanýtingar Ráðuneytið er nú að undirbúa sérstakt átaksverkefni um meðferð og afgreiðslu umsókna leyfa til nýtingar auðlinda sem þegar liggja fyrir hjá Orkustofnun. Markmið verkefnisins er að vinna kerfisbundið að því að afgreiða allar umsóknir sem teljast vera afgreiðsluhæfar og koma á eðlilegu jafnvægi á afgreiðslu leyfa miðað við fyrirliggjandi umsóknir. Fjöldi umsókna eftir leyfaflokkum og staða þeirra í afgreiðsluferli. Stöðumat sem innifelur m.a. hvar helst er að finna takmarkanir sem hafa áhrif á framgang verkefnisins. Fjöldi umsókna sem teljast hæfar til umfjöllunar og afgreiðslu eftir flokkum. Tímasett markmið um fækkun afgreiðsluhæfra umsókna, með það að markmiði að verkinu verði lokið í árslok 2024. Mat á þeim aðföngum sem nauðsynleg eru til þess að ljúka verkinu í samræmi við markmið. Mat skal innihalda bæði tegund aðfanga og kostnað. Tímasett áætlun um hugsanlegar aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að skapa aðstæður þess að markmið náist. Hugsanleg aðkoma annarra aðila að verkefninu utan Orkustofnunar ef við á. Gert er ráð fyrir að verk hefjist eins fljótt og kostur er og að því verði fylgt eftir með reglulegu stöðuyfirliti frá Orkustofnun þar sem greint er frá framvindu og hvernig brugðist er við atvikum sem kunni að hafa áhrif á endanleg markmið. Átaksverkefnið tengist heildstæðri úttekt og endurmati á ferli við leyfisveitingar og snýst um skilvirkni leyfisveitinga á sviði umhverfis- og orkumála með endurhönnun ferla, endurskoðun regluverks, stafrænum lausnum og breytingum á verklagi. Markmiðið er að einfalda og stytta vinnslutíma og tryggja um leið gæði og gagnsæi þessara ferla. Söru Lind er falið að fylgja eftir ofangreindum tveimur verkefnum,“ segir í tilkynningunni.
Stjórnsýsla Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistaskipti Tengdar fréttir Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. 7. apríl 2024 10:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. 7. apríl 2024 10:01