„Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarliðið í deildinni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:51 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í úrslitakeppni en þeirra beið tap. vísir / hulda margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira