Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 14:20 DeAndre Kane er sennilega á leiðinni í leikbann fyrir leiðindi í garð dómara. vísir/Diego DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Einvígi Grindavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta hefst í Smáranum í Kópavogi í kvöld. Ljóst er að miklu munar um það hve mikinn þátt Kane fær að taka í einvíginu og það gæti reynst honum og Grindavík dýrkeypt hvernig hann lét við dómarana í Garðabæ í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Kane er gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: DeAndre Kane lét illa við dómarana Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu hér að ofan segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík fékk ekki póst og gat ekki andmælt Kane var kærður vegna hegðunar sinnar og Grindvíkingum sendur tölvupóstur til upplýsingar um það, og gefinn kostur á að andmæla. Þessi póstur mun hins vegar hafa verið sendur á rangt netfang og barst því aldrei neinum sem nokkuð hafði með málið að gera hjá Grindavík. Kane var því úrskurðaður í tveggja leikja bann, án nokkurra andmæla, en þegar í ljós kom hvernig var í pottinn búið var sá úrskurður dreginn til baka og Grindavík gefinn kostur á að andmæla, sem þeir og gerðu. Þess vegna hefur enn ekki fengist niðurstaða í málið, nú þegar nokkrar klukkustundir eru í að einvígi Grindavíkur og Tindastóls hefjist, og ljóst að hún fæst ekki fyrr eftir þennan fyrsta leik. Fari svo að Kane fái tveggja leikja bann myndi hann væntanlega missa af leik tvö í einvíginu á Sauðárkróki á mánudaginn, og leik þrjú í Smáranum föstudaginn 19. apríl, en það á þó allt eftir að skýrast. Leikur Grindavíkur og Tindastóls í kvöld er sýndur á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins