Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 15:18 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana mótmælti á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50