Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 10. apríl 2024 08:03 Katrín Jakobsdóttir er ekki lengur forsætisráðherra landsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. Ef vaktin birtist ekki að neðan þá er ráð að endurhlaða síðuna.
Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. Ef vaktin birtist ekki að neðan þá er ráð að endurhlaða síðuna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. 9. apríl 2024 22:06 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. 9. apríl 2024 22:06