Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 10:56 Þorbjörg Sigríður segir ríkisstjórnina á Íslandi farna að minna sig á Ítalíu. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. „Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira