Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 13:00 Íslenska landsliðið þarf frammistöðu úr efstu hillu til þess að klekkja á liði Þýskalands í undankeppni EM í kvöld. Klara Buhl og Lea Schuller, leikmenn Þýskalands og liðsfélagar Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, búa yfir gæðum í heimsklassa Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti