Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:00 Friction spilar á Íslandi. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. „Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tónlist Dans Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist Dans Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira