Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:53 Sjö tónleikar eru nú uppseldir og hann stefnir á að halda fleiri. Vísir/Samsett Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira