„Okkur langaði bara í meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:42 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð vaktina í vinstri bakverðinum vel í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum. 3-0 og hreint lak, það er varla hægt að biðja um meira“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir öruggan 3-0 sigur gegn Pólverjum í kvöld. Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39