Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 15:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00