Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 20:01 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar á enn eftir að gefa skýringar á aðkomu stofnunarinnar að kaupum Landsbankans á TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra væntir svara í næstu viku. Hún segir að enn sé áformað að leggja stofnunina niður. Vísir Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira