Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 09:01 Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun