Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 10:18 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað. Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað.
Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira