„Veit að hún er að hugsa málið“ Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. apríl 2024 19:10 Katrín Jakobsdóttir er að hugsa málið um mögulegt forsetaframboð, að sögn samstarfsmanns hennar Orra Páls Jóhannssonar. Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. „Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira