Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2024 10:44 Skemman pökkuð á föstudagskvöld. Ásgeir Helgi Þrastarson Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson
Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira