Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 11:31 Hannah Hidalgo í leik með Notre Dame á móti Kent State í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. AP/Michael Caterina Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar. Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira