Bessastaðir eða Bossastaðir Bergvin Oddsson skrifar 31. mars 2024 07:00 Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar