Bessastaðir eða Bossastaðir Bergvin Oddsson skrifar 31. mars 2024 07:00 Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun