Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 13:30 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sem hefur meira en nóg að gera með sínu fólki í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Hjól atvinnulífsins í Rangárþingi ytra snúast hratt þessi misserin því það er alls staðar nóg af gera, ekki síst þegar ferðaþjónusta er annars vegar. Þá er sveitarfélagið sjálft í heilmiklum framkvæmdum á Hellu því nú er verið að stækka grunnskólann á staðnum eins og Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þekkir manna best. „Já, langstærsta framkvæmdin er þessi uppbygging á skólum á Hellu. Það er verið að byggja og stækka þá grunnskólann og svo í framhaldi af því að byggja nýjan leikskóla, þannig að þetta verði allt í sama húsnæðinu. Þannig að þetta er svona vegferð þar sem við erum búin að taka fyrsta áfanga í notkun og núna er annar áfangi komin á fullt og svo verður þriðji áfanginn, sem verður leikskólabygging en þá verður til stórglæsileg skólaþyrping sem er þá tengt íþróttamiðstöðinni líka, sem er þá bara orðið svolítið hérna inn í miðbænum,“ segir Jón. Jón segir að það standi líka til að byggja nýjan gervigrasvöll á Hellu og öll aðstaða í kringum íþróttir verði stórbætt. Þegar allar byggingarnar í nýju skólaþyrpingunni á Hellu verða tilbúnar verður til glæsileg aðstaða fyrir leik- og grunnskólabörn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og íbúum í Rangárþingi ytra og ekki síst á Hellu fjölgar og fjölgar. „Það er heilmikið í byggingu, bæði hér á Hellu og ekki síður í dreifbýlinu. Það er bara mikil ásókn í það að búa á þessu svæði,“ segir sveitarstjórinn. Myndband af nýja skólasvæðinu á Hellu Og Jón segir að nú styttist óðum í að íbúar Rangárþings ytra verði orðnir tvö þúsund. „Já, við erum núna í dag 1975 sálir, þannig að ég spái því að við verðum komin örugglega yfir tvö þúsund á þessu ári og mögulega kannski strax í sumar.“ En hvað er svona gott við Rangárþing ytra og að búa í því sveitarfélagi ? „Við höfum svolítið allt til alls hérna því við erum vel í sveit sett gagnvart allt og öllu má segja. Við erum náttúrulega með mikla ferðaþjónustu og við erum með þjóðveg eitt í gegnum sveitarfélagið. Við erum með hálendið, við erum með Landmannalaugar og perlurnar þar og við erum með orkuna og svo bara spennandi verkefni, sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Nú styttist óðum í að íbúar Rangárþing ytra verði tvö þúsund og líklega mun það gerast í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Grunnskólar Byggingariðnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira