Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson er gestur í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira