Grétu og viðurkenndu mistök á erfiðum fundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Baltasar Kormákur segir að sér hafi sárnað mjög að sjá illa meðferð spænsks þjálfarateymis á hrossum við framleiðslu á þáttaröð hans. Vísir/Sigurjón Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var. Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var.
Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37