Brast í grát á blaðamannafundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 19:30 Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig. EPA-EFE/Kiko Huesca Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni. Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira