Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 08:43 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar hyggur á breytingar og hefur boðað blaðamenn á sinn fund á miðvikudag. Íris Dögg Einarsdóttir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51