Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 17:26 Hann hafði áður gegnt embætti heilbrigðis- og háskólamálaráðherra. AP/Nick Bradshaw Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins. Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020. Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020.
Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46
Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32