Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. Breytingar á búvörulögum voru samþykktar síðastliðinn fimmtudag en þær fela í sér undanþágur kjötafurðarstöðva frá samkeppnislögum að skilyrðum uppfylltum. Breytingarnar hafa sætt þónokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum. Þannig hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagt mjög langt gengið í að skapa möguleika á einokun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur tekið í sama streng, og segir félög sem skili milljarða hagnaði fá lausan tauminn frá öllu samkeppnisaðhaldi. Þá hafa einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar sagt breytingarnar í senn munu hafa slæm áhrif á bændur og neytendur. Formaður atvinnuveganefndar vísar slíkri gagnrýni á bug. „Fyrst og fremst er tilgangurinn þveröfugt, að styrkja bændur og að við getum haldið áfram að framleiða vöru til neytenda á góðu verði,“ segir formaðurinn, Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins. Bregðast þurfi við breyttum veruleika í greininni. „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Munu skoða málið Forsætisráðherra sem nú er einnig starfandi matvælaráðherra segir að vissulega hafi orðið töluverðar breytingar á frumvarpinu frá því það var lagt fram. „Eftir aðra umræðu málsins þá berast miklar athugasemdir frá Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum og þær athugasemdir koma auðvitað töluvert seint fram, vegna þess að málið tekur þessum miklu breytingum. Þannig að málið var í raun og veru samþykkt óbreytt og meiri hluti nefndarinnar færði bara ágæt rök fyrir þessum breytingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þær athugasemdir verði engu að síður teknar til skoðunar í matvælaráðuneytinu í næstu viku. Ef það kemur eitthvað upp úr þeirri skoðun, að þetta séu kannski réttmætar athugasemdir, hver eru þá næstu skref? „Þá verður það að sjálfsögðu skoðað með atvinnuveganefndinni og meiri hluti hennar hefur líka boðað að þau ætli að fara yfir málið eftir páska. Við munum fara yfir þetta og við munum líka fara yfir þær vangaveltur sem hafa verið uppi, hvort þetta stangist mögulega á við eitthvert evrópskt regluverk. Þannig að við munum bara gera þetta og vanda til verka.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Breytingar á búvörulögum voru samþykktar síðastliðinn fimmtudag en þær fela í sér undanþágur kjötafurðarstöðva frá samkeppnislögum að skilyrðum uppfylltum. Breytingarnar hafa sætt þónokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum. Þannig hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagt mjög langt gengið í að skapa möguleika á einokun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur tekið í sama streng, og segir félög sem skili milljarða hagnaði fá lausan tauminn frá öllu samkeppnisaðhaldi. Þá hafa einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar sagt breytingarnar í senn munu hafa slæm áhrif á bændur og neytendur. Formaður atvinnuveganefndar vísar slíkri gagnrýni á bug. „Fyrst og fremst er tilgangurinn þveröfugt, að styrkja bændur og að við getum haldið áfram að framleiða vöru til neytenda á góðu verði,“ segir formaðurinn, Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins. Bregðast þurfi við breyttum veruleika í greininni. „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Munu skoða málið Forsætisráðherra sem nú er einnig starfandi matvælaráðherra segir að vissulega hafi orðið töluverðar breytingar á frumvarpinu frá því það var lagt fram. „Eftir aðra umræðu málsins þá berast miklar athugasemdir frá Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum og þær athugasemdir koma auðvitað töluvert seint fram, vegna þess að málið tekur þessum miklu breytingum. Þannig að málið var í raun og veru samþykkt óbreytt og meiri hluti nefndarinnar færði bara ágæt rök fyrir þessum breytingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þær athugasemdir verði engu að síður teknar til skoðunar í matvælaráðuneytinu í næstu viku. Ef það kemur eitthvað upp úr þeirri skoðun, að þetta séu kannski réttmætar athugasemdir, hver eru þá næstu skref? „Þá verður það að sjálfsögðu skoðað með atvinnuveganefndinni og meiri hluti hennar hefur líka boðað að þau ætli að fara yfir málið eftir páska. Við munum fara yfir þetta og við munum líka fara yfir þær vangaveltur sem hafa verið uppi, hvort þetta stangist mögulega á við eitthvert evrópskt regluverk. Þannig að við munum bara gera þetta og vanda til verka.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17