Baltasar sleginn yfir hestamálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 14:12 Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli. Vísir/Vilhelm Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37