„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir vinnubrögð Alþingis í málinu. Vísir/Einar Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43