Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 19:30 Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59