Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 22:07 Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband Íslands í fjarveru Jóhanns Berg í kvöld. Vísir/Getty Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42
Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46