Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:11 Það stendur ekki á Höllu að svara spurningum um námsferil sinn. Hún sé stolt af náminu sínu og störfum og meira en tilbúin til að ræða þau við hvern sem er. „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Tilefni spurningarinnar eru vangaveltur á samfélagsmiðlum og ábendingar sem bárust fréttastofu þess efnis að það væri maðkur í mysu Höllu og að hún hefði orðið tvísaga um námsferil sinn. „Nei, hún er bara mjög sterk og stendur alveg fyrir sínu,“ ítrekar Halla um ferilskrána og bætir því strax við að hún fagni því að náms- og starfsferill hennar sé rýndur í þaula. Það sem þykir orka tvímælis er að í viðtölum hefur Halla ýmist verið sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða frá Auburn University at Montgomery. Þegar greint var frá því að hún hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2006 var til að mynda talað um Auburn University at Montgomery í fjölmiðlum en í viðtölum í kringum forsetaframboð Höllu árið 2016 um Auburn University. Sama stjórn er yfir skólunum en þeir eru engu að síður aðskildar rekstrareiningar og Auburn University þykir nokkuð virðuglegri en hinn; hann hefur verið í 90. til 110. sæti á listum yfir bestu háskóla Bandaríkjanna og í 500. til 600. sæti á listum yfir bestu háskóla heims. Auburn University at Montgomery ratar hins vegar ekki á lista yfir höfuð og þá er töluverður munur á inntökuhlutfallinu en yfir 90 prósent umsækjenda komast inn í Auburn University at Montgomery á meðan aðeins um 45 prósent komast inn í Auburn University. Það hjálpar heldur ekki til að þar til í gær, eftir að fréttastofu sendi Höllu skriflega fyrirspurn, stóð á námsferilskrá Höllu á LinkedIn að hún hefði útskrifast frá Auburn University. Námið betra og fótboltinn evrópskur! „Ég hef örugglega alltaf sagt Auburn University Montgomery af því að ég er mjög stolt af því að hafa verið þar; ég var framkvæmdastjóri fyrir fótboltaliðið og er bara mjög stolt af þeim skóla. Þeir voru eiginlega fyrstir til að vera með ekki amerískan fótbolta heldur evrópskan fótbolta,“ segir Halla og þverneitar fyrir að hafa gefið það viljandi í skyn að hún hafi útskrifast úr hinum skólanum. Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta. Netverjar hafa gert sér mat úr því að Halla hafi ýmist sagst vera með MIM gráðu eða MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management. Halla segir ástæðuna einfalda; nafninu á náminu hafi einfaldlega verið breytt og öllum sem höfðu útskrifast með MIM verið sent nýtt prófskírteini.Getty „Ég hef ekkert verið að reyna að segja að ég hafi verið í Auburn University frekar en Auburn University at Montgomery. Á öllum mínum ferilskrám og alls staðar hef ég alltaf haft það,“ segir Halla. En hvað þá með LinkedIn? „Hólmfríður, ég er nú bara svo tæknilega léleg að þegar ég gerði þessa LinkedIn síðu, sem er örugglega fyrir fimmtán árum síðan, þá var Auburn University at Montgomery ekki kominn inn sem valkostur og ég hafði bara ekki kíkt á þetta aftur síðan. Ég er ekkert að reyna að tengjast öðrum skóla en ef þú vilt setja tenginguna við skólann eða vinnustað, þá þarf hann að vera til í kerfinu.“ Halla er mjög viljug til svara og spyr ítrekað hvort það sé eitthvað fleira sem blaðamanni leikur forvitni á að vita. Þá er henni mjög í mun að halda uppi heiðri Auburn University at Montgomery, sem hún segir alls ekkert síðri skóla þegar blaðamaður reynir að halda því fram. Auburn University at Montgomery hafi verið metinn betri í stjórnun og mannauðssmálum, sem var það nám sem Halla stundaði, en auk þess hafi skólinn haft annað umfram systurskólann. „Ég hef aldrei haft neina ástæðu til að tengja mig frekar við Auburn en Auburn University at Montgomery. Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ segir hún glaðlega. Auburn University hafi aðeins boðið upp á amerískan bolta og það hafi ekki heillað. Halla segir ekki annars að vænta í „lágtraustssamfélagi“ en að þess sé freistað að grafa undan forsetaframbjóðendum. „Ég bara fagna því að það sé haft samband við mann og maður fái að segja sjálfur frá frekar en að það sé kannski einhver orðrómur sem er farið eftir.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Tilefni spurningarinnar eru vangaveltur á samfélagsmiðlum og ábendingar sem bárust fréttastofu þess efnis að það væri maðkur í mysu Höllu og að hún hefði orðið tvísaga um námsferil sinn. „Nei, hún er bara mjög sterk og stendur alveg fyrir sínu,“ ítrekar Halla um ferilskrána og bætir því strax við að hún fagni því að náms- og starfsferill hennar sé rýndur í þaula. Það sem þykir orka tvímælis er að í viðtölum hefur Halla ýmist verið sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða frá Auburn University at Montgomery. Þegar greint var frá því að hún hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2006 var til að mynda talað um Auburn University at Montgomery í fjölmiðlum en í viðtölum í kringum forsetaframboð Höllu árið 2016 um Auburn University. Sama stjórn er yfir skólunum en þeir eru engu að síður aðskildar rekstrareiningar og Auburn University þykir nokkuð virðuglegri en hinn; hann hefur verið í 90. til 110. sæti á listum yfir bestu háskóla Bandaríkjanna og í 500. til 600. sæti á listum yfir bestu háskóla heims. Auburn University at Montgomery ratar hins vegar ekki á lista yfir höfuð og þá er töluverður munur á inntökuhlutfallinu en yfir 90 prósent umsækjenda komast inn í Auburn University at Montgomery á meðan aðeins um 45 prósent komast inn í Auburn University. Það hjálpar heldur ekki til að þar til í gær, eftir að fréttastofu sendi Höllu skriflega fyrirspurn, stóð á námsferilskrá Höllu á LinkedIn að hún hefði útskrifast frá Auburn University. Námið betra og fótboltinn evrópskur! „Ég hef örugglega alltaf sagt Auburn University Montgomery af því að ég er mjög stolt af því að hafa verið þar; ég var framkvæmdastjóri fyrir fótboltaliðið og er bara mjög stolt af þeim skóla. Þeir voru eiginlega fyrstir til að vera með ekki amerískan fótbolta heldur evrópskan fótbolta,“ segir Halla og þverneitar fyrir að hafa gefið það viljandi í skyn að hún hafi útskrifast úr hinum skólanum. Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta. Netverjar hafa gert sér mat úr því að Halla hafi ýmist sagst vera með MIM gráðu eða MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management. Halla segir ástæðuna einfalda; nafninu á náminu hafi einfaldlega verið breytt og öllum sem höfðu útskrifast með MIM verið sent nýtt prófskírteini.Getty „Ég hef ekkert verið að reyna að segja að ég hafi verið í Auburn University frekar en Auburn University at Montgomery. Á öllum mínum ferilskrám og alls staðar hef ég alltaf haft það,“ segir Halla. En hvað þá með LinkedIn? „Hólmfríður, ég er nú bara svo tæknilega léleg að þegar ég gerði þessa LinkedIn síðu, sem er örugglega fyrir fimmtán árum síðan, þá var Auburn University at Montgomery ekki kominn inn sem valkostur og ég hafði bara ekki kíkt á þetta aftur síðan. Ég er ekkert að reyna að tengjast öðrum skóla en ef þú vilt setja tenginguna við skólann eða vinnustað, þá þarf hann að vera til í kerfinu.“ Halla er mjög viljug til svara og spyr ítrekað hvort það sé eitthvað fleira sem blaðamanni leikur forvitni á að vita. Þá er henni mjög í mun að halda uppi heiðri Auburn University at Montgomery, sem hún segir alls ekkert síðri skóla þegar blaðamaður reynir að halda því fram. Auburn University at Montgomery hafi verið metinn betri í stjórnun og mannauðssmálum, sem var það nám sem Halla stundaði, en auk þess hafi skólinn haft annað umfram systurskólann. „Ég hef aldrei haft neina ástæðu til að tengja mig frekar við Auburn en Auburn University at Montgomery. Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ segir hún glaðlega. Auburn University hafi aðeins boðið upp á amerískan bolta og það hafi ekki heillað. Halla segir ekki annars að vænta í „lágtraustssamfélagi“ en að þess sé freistað að grafa undan forsetaframbjóðendum. „Ég bara fagna því að það sé haft samband við mann og maður fái að segja sjálfur frá frekar en að það sé kannski einhver orðrómur sem er farið eftir.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira