Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 07:34 José Mourinho lét Anthony Taylor ekki í friði í Búdapest í fyrra, jafnvel löngu eftir lokaflautið. Getty/Chris Brunskill Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00
Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18