Segir yfirmann hjá Subway hafa fylgst stöðugt með sér í gegnum myndavélar Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 16:14 Málið varðar starfsstöð Subway á Íslandi, en ekki kemur fram í úrskurðinum um hvaða stað ræðir. Vísir/Vilhelm Rekstraraðila Subway á Íslandi, Stjörnunni ehf., hefur verið gert að greiða 1,5 milljóna stjórnvaldssekt vegna vöktunar yfirmanns á starfsmanni Subway. Þetta ákvarðaði Persónuvernd. Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð. Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Starfsmaður Subway kvartaði til persónuverndar vegna málsins. Hann sagði að verslunarstjóri staðarins hefði fylgst með honum í rauntíma í gegnum öryggismyndavélar, meðal annars gert frá heimili sínu. Verslunarstjórinn hafi hringt á Subway-staðinn og gert athugasemdir við vinnulag starfsmannsins út frá myndefninu. Að sögn starfsmannsins var þessi vöktun stöðug og bárust honum aðfinnslur frá yfirmanninum reglulega. Þá afhenti verslunarstjórinn starfsmanninum skjáskot með skráðum lýsingum á athöfnum hans. Vöktunin olli miklum kvíða og vanlíðan Starfsmaðurinn starfaði frá júní 2020 til maímánaðar 2021, og segir að verslunarstjórinn hafi fylgst með starfsmönnum með þessum hætti á þeim tíma, ekki væri um einstakt tilvik að ræða. Vöktunin olli starfsmanninum miklum kvíða og vanlíðan og varð til þess að hann lét af störfum, að hans eigin sögn. Að hans mati var um kerfisbundið vandamál að ræða sem sé ekki eingöngu bundið við umrædda Subway-stöð heldur fór þessi vöktun fram á öðrum veitingastöðum Subway á Íslandi. Vert er að taka fram að starfsmaðurinn setti út á að hann hefði ekki fengið fræðslu um vöktunina. Um mistök að ræða en ekki stöðugt eftirlit Stjarnan ehf. vill meina að vöktun með eftirlitsmyndavélum hafi verið sett á laggirnar í þágu öryggis og eignavörslu. Tilgangur þeirra sé málefnalegur og snúist ekki um verkstýringu starfsmanna eða eftirlit með vinnuskilum þeirra. Fram kemur að Stjarnan hafi sent Persónuvernd tvö bréf vegna málsins. Í fyrra bréfinu sagði að háttsemi verslunarstjórans væru mistök. Hann hefði farið út fyrir yfirlýstan tilgang vöktunarinnar og nýtt myndefnið til þess að fylgjast með vinnuskilum starfsmanna án samþykkis eða vitundar forsvarsmanna fyrirtækisins. Þá sagði að strax hefði verið brugðist við til að koma í veg fyrir að þetta myndi endurtaka sig. Persónuvernd sagði svör Stjörnunnar ehf. vera misvísandi. Í seinna bréfinu var því alfarið hafnað að verslunarstjórinn hefði fylgst með starfsfólki í rauntíma í gegnum eftirlitsmyndavélakerfi veitingastaðarins með reglubundnum hætti og gert athugasemdir við vinnulag þess og háttsemi. Heldur hafi verið um einstakt atvik að ræða þar sem verslunarstjórinn hafi fylgst með efni úr vélunum vegna ótta um að „brauðin væru að klárast“. Að sögn Stjörnunnar komst verslunarstjórinn, með því að skoða efni vélanna, að röð hefði myndast í afgreiðslu staðarins og hringdi þá á starfsstöðina og óskaði eftir því að starfsmaðurinn, sem var á hvíldarsvæði, myndi fara og afgreiða viðskiptavini. Stjarnan hafnar því að eftirlit líkt og það sem starfsmaðurinn lýsti viðgangist hjá Subway um allt land. Heldur hafi verið um „einstakt gáleysisbrot verslunarstjóra Subway að ræða“. Þar að auki benti Stjarnan á að umrætt atvik hafi átt sér stað á síðasta starfsdegi starfsmannsins hjá Subway. Hann hafi verið búinn að óska eftir því að láta af störfum áður en það átti sér stað. Þó viðurkenndi Stjarnan að fræðslu um öryggismyndavélar staðarins til starfsmanna væri ábótavant. Segja svörin misvísandi Í ákvörðun Persónuverndar segir að svör Stjörnunnar, þessi tvö bréf, hafi verið misvísandi. Það var sérstaklega vegna þeirra þátt sem Persónuvernd óskaði upplýsinga um „Er það litið alvarlegum augum og metið til íþyngjandi þáttar í málinu,“ segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Persónuverndar er sú að rafræn vöktun Stjörnunnar hafi ekki samrýmst yfirlýstum tilgangi hennar, heldur hafi verið að ræða um vöktun með vinnuskilum. Þó telst einungis sannað að umrædd vöktun hafi átt sér stað einu sinni. Líkt og áður segir ákvarðaði Persónuvernd að Stjarnan skyldi greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt í ríkissjóð.
Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira