Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 09:05 Ísland og Bosnía gætu mæst í úrslitaleik um sæti á EM en það yrði þá í Sarajevo en ekki í Reykjavík, því Bosníumenn eru betri í að fá miðann sinn dreginn upp úr skál. vísir/Hulda Margrét Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira