Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga jákvætt innlegg og þeir skapi fyrirsjáanleika. Hins vegar þurfi að ná verðbólgu enn meira niður áður en vextir verði lækkaðir. vísir/arnar Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22
„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57