Fresta aftur gildistöku strangra laga í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 11:41 Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. AP/Eric Gay Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna. Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas. Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas.
Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41