Fíknisjúkdómar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:15 Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun