„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 09:57 Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun peningastefnunefndar valda sér miklum vonbrigðum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. „Ég er fyrir miklum vonbrigðum á því að Seðlabankinn hafi ekki stigið eitthvert skref til lækkunnar vaxta eftir að stór hluti vinnumarkaðarins er búinn að semja til langs tíma með hófstilltum hætti. Verkalýðshreyfingin fór í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn óskaði eftir. Ég sagði eftir þá samninga að boltinn væri hjá Seðlabankanum. En það er greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá við fyrsta tækifæri til að sýna þjóðinn velvilja í því að verið væri að semja til langs tíma,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Við skulum hafa það hugfast að nánast undantekningalaust þegar verið er að hækka stýrivexti þá er ætið talað um óvissu varðandi komandi kjarasamninga. Nú liggur fyrir að þeirri óvissu hefur verið eytt af stórum hluta.“ Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um samninga Starfsgreinasambandsins og Eflingar mun að sögn Vilhjálms liggja fyrir seinna í dag. Félagsfólk í Fagfélögunum Matvís, VM og RSÍ samþykkti í gær kjarasamninga sína við Samtök atvinnulífsins. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég átti von á því að Seðlabankinn myndi sýna íslensku launafólki, íslenskum heimilum og fyrirtækjum, og okkur öllum meiri skilning í því að stíga jákvætt skref til lækkunnar stýrivaxta, en þeir gera það ekki og valda mér vonbrigðum.“ Þrátt fyrir þetta segist Vilhjálmur trúa því að framundan sé lækkun á stýrivöxtum og verðbólgu. „Þótt að þessi tiltekna ákvörðun í dag hafi ekki leitt til lækkunar tel ég að vextir munu lækka hér á komandi mánuðum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira