Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 17:45 Francesco Acerbi (til vinstri) verður ekki með ítalska landsliðinu í komandi leikjum. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira