Vilja fríverzlunarsamning í stað EES Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 09:00 Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Noregur Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun