Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Aron Guðmundsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. „Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“ Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sjá meira
„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“
Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sjá meira