Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 18:03 Stór áfangi náðist í harðri vinnudeilu í febrúar 2023 þegar Sólveig Anna og Halldór Benjamín lýstu því yfir í beinni útsendingu að þau myndu fresta fyrirhuguðu verkfalli sem og aflýsa fyrirhuguðu verkbanni. Vísir/Arnar Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Heimir Már, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Að mati dómnefndar kristallaðist þetta í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu í febrúar 2023. Þar féllust þau á að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Verðlaunahafarnir á Kjarvalsstöðum: (f.h.) Margrét Marteinsdóttir, Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Heimir Bjarnason. Á myndina vantar Sævar Guðmundsson.Anton Brink Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður hjá Heimildinni hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2023 fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Í rökstuðningi dómnefndar segir að umfjöllunin hafi afhjúpað að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafi flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, væru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og haft margvísleg áhrif, meðal annars þær að breytingar urðu gerðar á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Við móttöku verðlaunanna þakkaði Bjartmar yfirmönnum sínum og samstarfsfólki á Heimildinni fyrir traustið og sagði mikilvægt að áfram yrði ráðist í þungar rannsóknir á borð við þessa. Alls hlutu sautján frétta- og þáttagerðarmenn tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna árið 2023.Anton Brink Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2023 sem tekið var við Gyrði Elíasson rithöfund. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gyrðir hafi í gegnum tíðina forðast kastljós fjölmiðla en í viðtalinu rætt í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hafi glímt við í áratugi, og segi það vera vissan þráð í gegnum öll sín verk. Viðtalið er að sögn dómnefndar yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis sé meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Margrét sagði mikilvægt að menningarumfjöllun væri hampað og margir fjölmiðlar mættu gera listum hærra undir höfði. Listafólk hafi verið í fararbroddi ýmissa byltinga í gegnum tíðina, sett mál á dagskrá og jafnvel kynnt til leiks ný orð þegar þau eldri höfðu runnið sitt skeið. Margrét sagði það skipta máli að rödd listafólks heyrist og á sama tíma sé vönduð menningarumfjöllun í fjölmiðlum mikilvæg. Stærsta verkefni sitt til þessa Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, hjá Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð fengu viðurkenningu fyrir umfjöllun ársins vegna sjónvarpsþáttanna Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mannlegar hliðar faraldursins hafi verið í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Við móttöku verðlaunanna sagði Jóhannes Kr. að Stormur væri stærsta verkefni sem hann hafi tekið þátt í til þessa og að kvikmyndagerð og blaðamennska hafi þarna mæst á miðri leið. Tökudagar hafi verið rúmlega 400 talsins og 160 viðmælendur komið fram í þáttunum. Jóhannes Kr. bætti við að þegar öll vinnan væri tekin saman teldi hann líklegt að tímakaupið væri lægra en það sem unglingar fái í vinnuskólum landsins. Því skipti máli að styrkja vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkaði samstarfsfólki sínu og Erlu Björg Gunnarsdóttur ritstjóra við þetta tilefni.Anton Brink Trúnaður skipti blaðamenn öllu Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sagði við móttöku blaðamannaverðlaunnanna að hann hafi stundum hugsað til þess að oft sé talað um kjaraviðræður eins og keppni og áhersla lögð á það hvort fulltrúar launafólks eða atvinnulífs hafi betur í viðræðum. Í stað þess sé um að ræða hluta af okkar lýðræðislega samfélagi og það skipti máli að samskipti atvinnurekenda og launafólks séu eðlileg, fari fram á lýðræðislegum grundvelli og séu samfélaginu til góða. Heimir bætti við að hann hafi starfað lengi í faginu og lært að það sem mestu skipti, fyrir utan að tala sæmilega vandað mál, sé að eiga trúnað þess fólks sem rætt er við: „Því ef maður brýtur þann trúnað þá á maður ekkert eftir sem blaðamaður, þá er maður eiginlega búinn að vera.“ Þetta skipti ekki síst máli þegar kemur að umfjöllun um kjaraviðræður þar sem mikið eigi sér stað bakvið tjöldin. Þá sé mikilvægt að geta talað við aðalleikendur í trúnaði og fengið upplýsingar um hvað eigi sér stað án þess að upplýsa hvaðan þær koma. Heimir hefur rætt við velflesta stjórnmálamenn landsins og segir alltaf gaman að ræða við sína viðmælendur. Markmiðið sé að sýna áhorfendum hvað þessi manneskja standi fyrir. „Það er ekki mitt mál hvaða skoðanir hún hefur heldur að sýna hver þetta er í raun og veru, hvaða skoðun hefur þessi manneskja í raun og veru og hvaða markmið hún hafi í raun og veru.“ Það komi svo í hlut áhorfenda, lesenda og hlustenda að leggja mat á þær upplýsingar og hvort þetta teljist góður málflutningur. Fréttin hefur verið uppfærð . Fjölmiðlar Tengdar fréttir Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Heimir Már, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Að mati dómnefndar kristallaðist þetta í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu í febrúar 2023. Þar féllust þau á að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Verðlaunahafarnir á Kjarvalsstöðum: (f.h.) Margrét Marteinsdóttir, Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Heimir Bjarnason. Á myndina vantar Sævar Guðmundsson.Anton Brink Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður hjá Heimildinni hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2023 fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Í rökstuðningi dómnefndar segir að umfjöllunin hafi afhjúpað að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafi flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, væru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og haft margvísleg áhrif, meðal annars þær að breytingar urðu gerðar á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Við móttöku verðlaunanna þakkaði Bjartmar yfirmönnum sínum og samstarfsfólki á Heimildinni fyrir traustið og sagði mikilvægt að áfram yrði ráðist í þungar rannsóknir á borð við þessa. Alls hlutu sautján frétta- og þáttagerðarmenn tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna árið 2023.Anton Brink Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2023 sem tekið var við Gyrði Elíasson rithöfund. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gyrðir hafi í gegnum tíðina forðast kastljós fjölmiðla en í viðtalinu rætt í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hafi glímt við í áratugi, og segi það vera vissan þráð í gegnum öll sín verk. Viðtalið er að sögn dómnefndar yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis sé meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Margrét sagði mikilvægt að menningarumfjöllun væri hampað og margir fjölmiðlar mættu gera listum hærra undir höfði. Listafólk hafi verið í fararbroddi ýmissa byltinga í gegnum tíðina, sett mál á dagskrá og jafnvel kynnt til leiks ný orð þegar þau eldri höfðu runnið sitt skeið. Margrét sagði það skipta máli að rödd listafólks heyrist og á sama tíma sé vönduð menningarumfjöllun í fjölmiðlum mikilvæg. Stærsta verkefni sitt til þessa Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, hjá Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð fengu viðurkenningu fyrir umfjöllun ársins vegna sjónvarpsþáttanna Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mannlegar hliðar faraldursins hafi verið í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Við móttöku verðlaunanna sagði Jóhannes Kr. að Stormur væri stærsta verkefni sem hann hafi tekið þátt í til þessa og að kvikmyndagerð og blaðamennska hafi þarna mæst á miðri leið. Tökudagar hafi verið rúmlega 400 talsins og 160 viðmælendur komið fram í þáttunum. Jóhannes Kr. bætti við að þegar öll vinnan væri tekin saman teldi hann líklegt að tímakaupið væri lægra en það sem unglingar fái í vinnuskólum landsins. Því skipti máli að styrkja vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkaði samstarfsfólki sínu og Erlu Björg Gunnarsdóttur ritstjóra við þetta tilefni.Anton Brink Trúnaður skipti blaðamenn öllu Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sagði við móttöku blaðamannaverðlaunnanna að hann hafi stundum hugsað til þess að oft sé talað um kjaraviðræður eins og keppni og áhersla lögð á það hvort fulltrúar launafólks eða atvinnulífs hafi betur í viðræðum. Í stað þess sé um að ræða hluta af okkar lýðræðislega samfélagi og það skipti máli að samskipti atvinnurekenda og launafólks séu eðlileg, fari fram á lýðræðislegum grundvelli og séu samfélaginu til góða. Heimir bætti við að hann hafi starfað lengi í faginu og lært að það sem mestu skipti, fyrir utan að tala sæmilega vandað mál, sé að eiga trúnað þess fólks sem rætt er við: „Því ef maður brýtur þann trúnað þá á maður ekkert eftir sem blaðamaður, þá er maður eiginlega búinn að vera.“ Þetta skipti ekki síst máli þegar kemur að umfjöllun um kjaraviðræður þar sem mikið eigi sér stað bakvið tjöldin. Þá sé mikilvægt að geta talað við aðalleikendur í trúnaði og fengið upplýsingar um hvað eigi sér stað án þess að upplýsa hvaðan þær koma. Heimir hefur rætt við velflesta stjórnmálamenn landsins og segir alltaf gaman að ræða við sína viðmælendur. Markmiðið sé að sýna áhorfendum hvað þessi manneskja standi fyrir. „Það er ekki mitt mál hvaða skoðanir hún hefur heldur að sýna hver þetta er í raun og veru, hvaða skoðun hefur þessi manneskja í raun og veru og hvaða markmið hún hafi í raun og veru.“ Það komi svo í hlut áhorfenda, lesenda og hlustenda að leggja mat á þær upplýsingar og hvort þetta teljist góður málflutningur. Fréttin hefur verið uppfærð .
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17