Fordæmir offors SA gagnvart starfsmönnum Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 17:56 Samninganefnd VR fordæmir framgöngu SA í nýafstöðnum kjaraviðræðum. Vísir/Arnar Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna undirrituðu kjarasamning í Karphúsinu klukkan hálf eitt í nótt eftir miklar og erfiðar viðræður undanfarna daga. Fram kemur í tilkynningu frá samninganefnd VR að hún telji ásættanlega niðurstöðu hafa fundist fyrir aðalkjarasamning VR miðað við rammann sem búið var að sníða í samningum við önnur stéttarfélög og landssambönd. „Meðal atriða sem áunnust voru áfangasigrar í átt að 30 daga orlofsrétti, vinnustaðaskírteini fyrir verslanir sem auðvelda eftirlit með mögulegum réttindabrotum og jákvæðar breytingar í starfsmenntamálum. Launaliðurinn er að mestu sambærilegur þeim samningum sem á undan hafa komið,“ segir í yfirlýsingu frá samningsnefndinni. Ábyrgð á verðstöðugleika á herðum stjórnvalda og atvinnurekenda. Gert er ráð fyrir 23.750 króna launahækkun að lágmarki á hverju ári og hækkunum á taxtalaunu og prósentuhækkanir fyrir efri millitekjuhópa. Aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað munu einnig, að mati nefndarinnar, bæta hag launafólks og þá sérstaklega barnafólks. „Og ef markmið um að ná niður verðbólgu og vöxtum ganga eftir mun samningurinn til lengri tíma hafa jákvæð áhrif fyrir flest vinnandi fólk,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin áréttar þá að ábyrgð á verðstöðugleika og verðbólgu hvíli nú alfarið á herðum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim liggi sú skylda að halda verðlagi niðri og koma í veg fyrir hækkandi verðbólgu. Stjórnvöld þurfi að standa við gefin fyrirheit og takast af alvöru á við vandann á húsnæðismarkaði. „Samninganefndin hafnar alfarið hugmyndum um að fjármagna aðgerðir tengdar kjarasamningum með niðurskurði á opinberri þjónustu, aukinni gjaldtöku eða almennum skattahækkunum,“ segir í yfirlýsingunni. Fengið baráttukveðjur frá systursamtökum í nágrannalöndunum „Samninganefnd fordæmir það offors sem Samtök atvinnulífsins sýndu af sér gagnvart fámennum hópi láglaunafólks við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík. Fremur en sitja að samningaborðinu með fulltrúum þessa hóps og viðræðunefnd VR og leita lausna, ákvað SA að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gegn tugum þúsunda félagsfólks VR.“ Segir í yfirlýsingunni að eftir það hafi SA aldrei sest niður með VR og trúnaðarmanni starfsfólks Icelandair heldur farlið sáttasemjara að ganga milli hópa. „Í innanhússmiðlunartillögu ríkissáttasemjara fólust ákveðnir áfangasigrar fyrir starfsfólkið en eftir situr þessi forkastanlega aðgerð að setja á þeirra herðar ábyrgð á mögulegu verkbanni gegn tugum þúsunda félagsmanna VR. Systursamtök VR í nágrannalöndunum hafa sent félaginu stuðnings- og baráttukveðjur. Það er áríðandi að íslensk verkalýðshreyfing rísi upp sameinuð gegn tilraunum SA til að kúga launafólk með þessum hætti og vega að verkfallsrétti þeirra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Stéttarfélög Atvinnurekendur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. 14. mars 2024 16:54 Kjarasamningar undirritaðir en skólamáltíðir í uppnámi Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt. 14. mars 2024 11:40 „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna undirrituðu kjarasamning í Karphúsinu klukkan hálf eitt í nótt eftir miklar og erfiðar viðræður undanfarna daga. Fram kemur í tilkynningu frá samninganefnd VR að hún telji ásættanlega niðurstöðu hafa fundist fyrir aðalkjarasamning VR miðað við rammann sem búið var að sníða í samningum við önnur stéttarfélög og landssambönd. „Meðal atriða sem áunnust voru áfangasigrar í átt að 30 daga orlofsrétti, vinnustaðaskírteini fyrir verslanir sem auðvelda eftirlit með mögulegum réttindabrotum og jákvæðar breytingar í starfsmenntamálum. Launaliðurinn er að mestu sambærilegur þeim samningum sem á undan hafa komið,“ segir í yfirlýsingu frá samningsnefndinni. Ábyrgð á verðstöðugleika á herðum stjórnvalda og atvinnurekenda. Gert er ráð fyrir 23.750 króna launahækkun að lágmarki á hverju ári og hækkunum á taxtalaunu og prósentuhækkanir fyrir efri millitekjuhópa. Aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað munu einnig, að mati nefndarinnar, bæta hag launafólks og þá sérstaklega barnafólks. „Og ef markmið um að ná niður verðbólgu og vöxtum ganga eftir mun samningurinn til lengri tíma hafa jákvæð áhrif fyrir flest vinnandi fólk,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin áréttar þá að ábyrgð á verðstöðugleika og verðbólgu hvíli nú alfarið á herðum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim liggi sú skylda að halda verðlagi niðri og koma í veg fyrir hækkandi verðbólgu. Stjórnvöld þurfi að standa við gefin fyrirheit og takast af alvöru á við vandann á húsnæðismarkaði. „Samninganefndin hafnar alfarið hugmyndum um að fjármagna aðgerðir tengdar kjarasamningum með niðurskurði á opinberri þjónustu, aukinni gjaldtöku eða almennum skattahækkunum,“ segir í yfirlýsingunni. Fengið baráttukveðjur frá systursamtökum í nágrannalöndunum „Samninganefnd fordæmir það offors sem Samtök atvinnulífsins sýndu af sér gagnvart fámennum hópi láglaunafólks við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík. Fremur en sitja að samningaborðinu með fulltrúum þessa hóps og viðræðunefnd VR og leita lausna, ákvað SA að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann gegn tugum þúsunda félagsfólks VR.“ Segir í yfirlýsingunni að eftir það hafi SA aldrei sest niður með VR og trúnaðarmanni starfsfólks Icelandair heldur farlið sáttasemjara að ganga milli hópa. „Í innanhússmiðlunartillögu ríkissáttasemjara fólust ákveðnir áfangasigrar fyrir starfsfólkið en eftir situr þessi forkastanlega aðgerð að setja á þeirra herðar ábyrgð á mögulegu verkbanni gegn tugum þúsunda félagsmanna VR. Systursamtök VR í nágrannalöndunum hafa sent félaginu stuðnings- og baráttukveðjur. Það er áríðandi að íslensk verkalýðshreyfing rísi upp sameinuð gegn tilraunum SA til að kúga launafólk með þessum hætti og vega að verkfallsrétti þeirra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Stéttarfélög Atvinnurekendur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. 14. mars 2024 16:54 Kjarasamningar undirritaðir en skólamáltíðir í uppnámi Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt. 14. mars 2024 11:40 „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. 14. mars 2024 16:54
Kjarasamningar undirritaðir en skólamáltíðir í uppnámi Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt. 14. mars 2024 11:40
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51