Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:30 SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024 SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09