Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 13:25 Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar. KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira