Fjölbreyttar raddir borgarasamfélagsins - forsenda sjálfbærrar þróunar Eva Harðardóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 13. mars 2024 13:30 Um mitt síðasta ár fóru íslensk stjórnvöld þess á leit við Félag Sameinuðu þjóðanna (FSÞ) á Íslandi að virkja rödd borgarasamfélagsins um stöðu og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Óhætt er að segja að áhugi og þátttaka hafi farið fram úr björtustu vonum en rúmlega 75 frjáls félagasamtök lýstu yfir áhuga á þátttöku í ferlinu. Að endingu tóku 55 félög þátt í vinnu sem skilaði sér í landrýniskýrslu borgarasamfélagsins samhliða opinberri rýni á sama efni. Samráð svo margra félagasamtaka hlýtur að teljast met en þrátt fyrir fjöldann gekk vinnan snuðrulaust fyrir sig. Reglulegir rafrænir vinnufundir tóku fljótt á sig form lýðræðislegra skoðanaskipta þar sem fólk í forsvari fyrir ólík félagasamtök ræddi saman af mikilli og fjölbreyttri þekkingu um sjálfbæra þróun. Í vinnunni var lagt mat á það sem vel hefur tekist til í íslensku samfélagi ásamt því að reifa nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Þegar svo mörg samtök koma saman til að rýna íslenskt samfélag út frá heimsmarkmiðunum 17 verður til djúpur og dýrmætur spegill á samtímann. Í óformlegri könnun sem Félag Sameinuðu þjóðanna sendi út til allra þátttakenda mátti greina mikla jákvæðni með vettvanginn og samstarfið í heild. Flest félagasamtökin þekktu til heimsmarkmiðanna í upphafi samstarfsins en töldu jafnframt að vettvangurinn hefði aukið víðsýni þeirra og þekkingu á málefnum sjálfbærrar þróunar. Mikill meirihluti aðspurðra taldi vettvanginn sérlega mikilvægan til þess að varpa ljósi á raunverulega upplifun borgaranna en töluvert bar í milli á stöðumati stjórnvalda og borgarasamfélagsins líkt og lesa má um í skýrslunni. Jákvæð reynsla þátttakenda af samráðsferlinu og niðurstöður þess benda með skýrum hætti til þess mikilvæga hlutverks sem borgarasamfélagið vill og ætti að gegna þegar kemur að því að leiða og leggja mat á stöðu sjálfbærni hér á landi. Við skorum því á íslensk stjórnvöld að tryggja til lengri tíma samráðsvettvang borgarasamfélagsins á Íslandi en ljóst er að slíkan vettvang má nýta til að skerpa verulega á reglubundnu samtali og samvinnu milli almennings og stjórnvalda. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og Evrópuvakt heimsmarkmiðanna hafa lagt aukna áherslu á að tryggja aðkomu og aðild borgara að innleiðingu og árangursmati heimsmarkmiðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er tilbúið að leiða slíkan borgaralegan vettvang áfram með áherslu á opna lýðræðislega samræðu þar sem fjölbreyttar skoðanir fá notið sín á sama tíma og leitast er eftir sameiginlegum lausnum fyrir sjálfbært Ísland. Eva Harðardóttir, formaður FSÞ á Íslandi Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri FSÞ á Íslandi Alexandra Ýr van Erven, Landssamtök íslenskra stúdenta Anna Berg Samúelsdóttir, Dýraverndarsamband Íslands Anna Lára Steindal, Landssamtökin Þroskahjálp Alma Ýr Ingólfsdóttir, ÖBÍ réttindasamtök Benedikt Traustason, Landvarðafélag Íslands Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, Foreldrahús Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Elfa Dögg Leifsdóttir, Rauði Krossinn á Íslandi Elínborg Kolbeinsdóttir, Hennar rödd Eva Magnúsdóttir, FKA Guðrún Schmidt, Landvernd Helga Björg Steinþórsdóttir, FKA Helga Hvanndal Björnsdóttir, Landvarðafélag Íslands Hjördís Ýrr Skúladóttir, MS-félag Íslands Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Vatns- og fráveitufélag Íslands Katrín Kemp Stefánsdóttir, Skátarnir Kristjana Fenger, Rauði Krossinn á Íslandi Sigrún Birna Björnsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigurður Sigurðsson, Heimili og skóli Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Sædís Ósk Helgadóttir, Skátarnir Sölvi Rúnar Vignisson, Hið íslenska náttúrufræðifélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár fóru íslensk stjórnvöld þess á leit við Félag Sameinuðu þjóðanna (FSÞ) á Íslandi að virkja rödd borgarasamfélagsins um stöðu og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Óhætt er að segja að áhugi og þátttaka hafi farið fram úr björtustu vonum en rúmlega 75 frjáls félagasamtök lýstu yfir áhuga á þátttöku í ferlinu. Að endingu tóku 55 félög þátt í vinnu sem skilaði sér í landrýniskýrslu borgarasamfélagsins samhliða opinberri rýni á sama efni. Samráð svo margra félagasamtaka hlýtur að teljast met en þrátt fyrir fjöldann gekk vinnan snuðrulaust fyrir sig. Reglulegir rafrænir vinnufundir tóku fljótt á sig form lýðræðislegra skoðanaskipta þar sem fólk í forsvari fyrir ólík félagasamtök ræddi saman af mikilli og fjölbreyttri þekkingu um sjálfbæra þróun. Í vinnunni var lagt mat á það sem vel hefur tekist til í íslensku samfélagi ásamt því að reifa nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Þegar svo mörg samtök koma saman til að rýna íslenskt samfélag út frá heimsmarkmiðunum 17 verður til djúpur og dýrmætur spegill á samtímann. Í óformlegri könnun sem Félag Sameinuðu þjóðanna sendi út til allra þátttakenda mátti greina mikla jákvæðni með vettvanginn og samstarfið í heild. Flest félagasamtökin þekktu til heimsmarkmiðanna í upphafi samstarfsins en töldu jafnframt að vettvangurinn hefði aukið víðsýni þeirra og þekkingu á málefnum sjálfbærrar þróunar. Mikill meirihluti aðspurðra taldi vettvanginn sérlega mikilvægan til þess að varpa ljósi á raunverulega upplifun borgaranna en töluvert bar í milli á stöðumati stjórnvalda og borgarasamfélagsins líkt og lesa má um í skýrslunni. Jákvæð reynsla þátttakenda af samráðsferlinu og niðurstöður þess benda með skýrum hætti til þess mikilvæga hlutverks sem borgarasamfélagið vill og ætti að gegna þegar kemur að því að leiða og leggja mat á stöðu sjálfbærni hér á landi. Við skorum því á íslensk stjórnvöld að tryggja til lengri tíma samráðsvettvang borgarasamfélagsins á Íslandi en ljóst er að slíkan vettvang má nýta til að skerpa verulega á reglubundnu samtali og samvinnu milli almennings og stjórnvalda. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og Evrópuvakt heimsmarkmiðanna hafa lagt aukna áherslu á að tryggja aðkomu og aðild borgara að innleiðingu og árangursmati heimsmarkmiðanna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er tilbúið að leiða slíkan borgaralegan vettvang áfram með áherslu á opna lýðræðislega samræðu þar sem fjölbreyttar skoðanir fá notið sín á sama tíma og leitast er eftir sameiginlegum lausnum fyrir sjálfbært Ísland. Eva Harðardóttir, formaður FSÞ á Íslandi Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri FSÞ á Íslandi Alexandra Ýr van Erven, Landssamtök íslenskra stúdenta Anna Berg Samúelsdóttir, Dýraverndarsamband Íslands Anna Lára Steindal, Landssamtökin Þroskahjálp Alma Ýr Ingólfsdóttir, ÖBÍ réttindasamtök Benedikt Traustason, Landvarðafélag Íslands Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, Foreldrahús Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Elfa Dögg Leifsdóttir, Rauði Krossinn á Íslandi Elínborg Kolbeinsdóttir, Hennar rödd Eva Magnúsdóttir, FKA Guðrún Schmidt, Landvernd Helga Björg Steinþórsdóttir, FKA Helga Hvanndal Björnsdóttir, Landvarðafélag Íslands Hjördís Ýrr Skúladóttir, MS-félag Íslands Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Vatns- og fráveitufélag Íslands Katrín Kemp Stefánsdóttir, Skátarnir Kristjana Fenger, Rauði Krossinn á Íslandi Sigrún Birna Björnsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigurður Sigurðsson, Heimili og skóli Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Sædís Ósk Helgadóttir, Skátarnir Sölvi Rúnar Vignisson, Hið íslenska náttúrufræðifélag
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun